Rammi 4S SqEME® er staðall til að meta þróun verkferla sem er samsettur úr fjórum gluggum; stemningu, stefnumótun, starfsemi og stjórnun og er gagnlegur til stöðumats.
Stemning (e. Chemistry) felur í sér ríkjandi gildi ásamt þekkingu og áhuga á sjálfbærni. Stefnumótun (e. Cunstitution) felur í sér hvata sem leiða til aðgerða og hefur einnig að geyma sérkenni fyrirtækis. Starfsemi (e. Cunstruct) á við það starf sem er í raun unnið og stjórnun (e. Control) felur í sér eftirlit í formi mats á árangri, skýrslugerð og endurskoðun (Lára Jóhannsdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir og Snjólfur Ólafsson, 2014).